Samkeppni um Garngönguhúfuna 2024
Vinningshúfan er einkennishúfa göngunnar og geta öll tekið þátt í keppninni.
Skila þarf inn prjónaðri eða heklaðri húfu ásamt lokuðu umslagi með nafni hönnuðar, netfangi og símanúmeri. Skila má húfunum í einhverja af níu verslunum sem taka þátt í Garngöngunni.
Skilafrestur er til 22.júlí 2024.
Uppskriftin af vinningshúfunni verður gefin út ókeypis svo öll geti skartað henni á Garngöngunni 7.september 2024.
Verðlaun eru 6000 kr. gjafabréf í hverri verslun Garngöngunnar!
Dómnefnd skipar skipuleggjendur Garngöngunar 2024.
HÚFUR FYRRI ÁRA
Verðlaunahúfur garngöngunar
HÚFAN 2024
Vinningshafi í hönnunarsamkeppninni um Garngönguhúfuna 2024 var Áslaug Eiríksdóttir. Hér er mynd af Áslaugu með vinningana, 6000 kr. gjafabréf frá búðunum sem tóku þátt í garngöngunni ásamt aukavinning frá Ömmu mús.
Við óskum Áslaugu hjartanlega til hamingju og þökkum henni einnig fyrir frábæra hönnun.
Vinningshúfan ber heitið Spegilstjörnur og hægt er að finna uppskriftina á Ravelry.
HÚFAN 2020 - 2022
Vinningshafi í hönnunarsamkeppninni um Garngönguhúfuna 2020, Þorbjörg Sæmundsdóttir, tekur hér við 5000 kr. gjafabréfum frá búðunum sem tóku þátt í garngöngunni. En þær Marý Björk Steingrímsdóttir og Súsanna Þorvaldsóttir fóru og afhentu henni vinninginn fyrir sigurhönnunina.
Við óskum Þorbjörgu hjartanlega til hamingju og þökkum henni einnig fyrir frábæra hönnun
HÚFAN 2019
Sigurvegararnir Ása Hildur og Kristín Friðrika, sem hönnuðu garngönguhúfuna 2019, náðu að hitta okkur við Ásmundasafn, svona á milli verslana til að taka við verðlaununum sínum. Verðlaunin eru 5000 kr. gjafabréf í hverri verslun sem tók þátt í göngunni
Þær eru að sjálfsögðu með húfurnar sínar á kollinum
Hjartanlega til hamingju með vinninginn kæru handverkskonur og takk fyrir frábæra hönnun.