top of page

HLAÐVÖRP

Á þessari síðu er listi yfir hlaðvörp sem eru gerð af fólki á Íslandi og er um hannyrðir. Ef þið vitið um hlaðvarp sem vantar á þennan lista endilega sendið póst á garngangan@gmail.com og við skellum því inn

HANDVERK HELGU ARNAR

Helga er með hlaðvarp um sína handavinnu og hún sýnir líka stundum verkefnapokana sem hún er að selja.

ÞRÆÐIR

Guðlaug er með videodagbók um handavinnu sem hún kallar Þræðir.

SYSTRABÖND

Fanney talar um prjónaskap, uppskriftir og annað áhugavert í kringum hannyrðir.

VATNSNES YARN

Kristín í Vatnsnesinu talar um prjónaskap, litun og alls konar annað skemmtilegt.

LINDA BJÖRK

Linda Björk talar um prjónaskap, garn og allt milli himins og jarðar. Hlaðvarpið hennar er á ensku.

ÞJÓÐLEGIR ÞRÆÐIR

Þjóðlegir þræðir er mjög skemmtilegt hlaðvarp sem tvær vinkonur eru með þar sem þær fjalla um alls konar handverk. Þetta hlaðvarp er hægt að nálgast í gegnum fréttasíðuna Kjarninn.is. Hægt er að nálgast það í flestum hlaðvarpsöppum.

Band og bækur

Laufey, Svana og Íris Olga tala um prjóna og bækur.

Gunnlaug Hannesdóttir

Gunnlaug talar um mismunandi aðferðir og handverk.

KRISTY GLASS - ÍSLANDSFERÐIN

Íslandsvinurinn og prjónahlaðvarpsstjarnan Kristy Glass var með seríu af hlaðvörpum í vetur eftir Íslandsferðina sína. Þetta eru nokkur video sem eru hver öðru skemmtilegra.

bottom of page