Búðir í garngöngunni 03.09.2022
AMMA MÚS - FÁKAFENI 9
Alhliða hannyrðavöruverslun með gott úrval að gæðavörum bæði fyrir útsaum og prjón, einnig fallega fylgihluti. Má þar nefna úrval af prjónabókum, prjónablöðum og stökum uppskriftum frá innlendum og erlendum hönnuðum, meðal annars Petite Knit, Knitting for Olive, Meme Knitting, STROFF, Belloknit, Annette Danielsen, Klompelompe og fleirum vinsælum. Alltaf eitthvað nýtt frá þeim. Prjónagarnið okkar kemur frá Isager, Knitting for Olive, Rauma, DMC bæði fyrir útsaum, prjón og hekl, Cewec, Design Club og Gepard. Prjónarnir eru frá ADDI. Einnig bjóðum við upp á vegan garn í Græna horninu okkar. Útsaumsefni koma frá þýska fyrirtækinu Zweigart sem er þekkt um allan heim fyrir gæði, enda bjóðum við einungis upp á það besta í útsaum, t.d. frá Permin, Vervaco, Dimensions, DMC og fleirum. Við aðstoðum og ráðleggjum eftir bestu getu auk þess að veita góða þjónustu.

GALLERÝ SPUNI - Hamraborg 5
Gallery Spuni er Drops Superstore og erum við með allt garn sem Drops framleiðir og þar af leiðandi alla liti í hverri tegund. Við erum líka með mikið úrval frá Permin og Schachenmayr. Eins erum við að taka inn handlitaða Álfagarnið frá henni Guðrúnu. Við leggjum áherslu á góða þjónustu og bjóðum viðskiptavinum okkar uppá að koma og þiggja hjálp frá okkur.


GARNBÚÐ EDDU - STRANDGÖTU 39
Garnbúð Eddu er lítil, falleg og skemmtileg garnbúð við Strandgötuna í Hafnarfirði. Við einblínum á sælkera garn, ef svo má kalla, vandlega valið að mikilli alúð og leggjum mikla áherslu á persónulega og góða þjónustu.
Þar er að finna garn frá fjórum íslenskum handliturum, Vatnsnes Yarn, Systrabönd handlitun, Hex Hex dyeworks og Today I Feel Yarn. Íslenska gæðaull frá Gilhaga og Helene Magnusson.
Vörumerki eins og Biches & Buches, Hip knit shop, West Yorkshire spinners, Eden Cottage yarns, Chiaogoo, Knitterbag ofl.
HANDPRJÓN - REYKJAVÍKURVEGI 64
Handprjón er stærsta garnverslun landsins.
Mikið úrval af garni frá öllum heimshornum.
Handlitað garn frá Mad|Tosh, Wollmeise, Martins Lab, Bilum og úr heimahögum.
Dúnmjúka merinoull frá Ítalíu í ýmsum grófleikum.
Múmín garn og annað garn frá Novita.
Mikið úrval af garni frá snillingunum hjá Cascade Yarns og frá dönsku systrunum í Gepard.
Þú færð alla grófleika af garni hjá okkur, sem henta fyrir prjóna/heklunálar í stærðum 1mm-25 mm eða jafnvel grófara.
Úrval af gæða efnivið og má þar helst telja upp ull af ýmsu tagi, bómull, hör, silki, alpakka, lama, kashmir, ýmsar blöndur úr ofantöldu og styrkta ull í sokka sem og margar tegundir af ódýrari blöndum.
Yfir 700 tegundir af tölum af ýmsum gerðum. Mikið úrval af glæsilegum uppskriftabókum og fróðleik frá prjónurum víðsvegar um heim. Töskur frá Joji & Co, DellaQ.
Prjóna frá ChiaoGoo, heklunálar frá Tulip og fjöldan allan af skemmtilegum aukahlutum fyrir þau sem elska garn.


HANDPRJÓNASAMBANDIÐ - BORGARTÚNI 31
Handprjónasamband Íslands í Borgartúni býður upp á lipra, góða og persónulega þjónustu. Hjá okkur finnur þú allt band frá Ístex. Við erum með íslenskt ullarband frá Gilhaga, Hespu og Helene Magnusson og þar að auki íslenska bandið frá Einrúm og Gústa. Við erum með nýju lambsullina frá Einrúm, handlitað band frá Vatnsnesyarn, Skein Queen og Olann. Dásamlega breska ull, Devonia, frá John Arbon í Bretlandi og mohair frá Rauma. Við seljum prjóna frá Addi og Prym og ekki má svo gleyma rennilásunum en þá eigum við nóg af. Verið velkomin til okkar í Borgartún, næg bílastæði!

MARO - Hlíðarfæti 11
Maro er garnverslun sem býður upp á hágæða garn og fylgihluti sem valdar eru af umhyggju og ástúð. Við leitumst við að bjóða upp á einstakar vörur, veita persónulega þjónustu og notalegt umhverfi. Hjá okkur finnur þú meðal annars vörumerkin Filcolana, Hjelholts Uldspinderi, Isager, Mohair by Canard, ADDI, Seeknit og Muud.
STORKURINN - SÍÐUMÚLA 20
Storkurinn er rótgróin garnverslun sem leggur áherslu á gæða garn fyrir þá sem prjóna og hekla. Okkar helstu vörumerki eru Lamana, Schoppel Wolle, Urth, Rowan og De Rerum Natura. Við seljum handlitað garn frá MAL á Akureyri og fleiri erlendum aðilum. Við styðjum við bakið á framleiðendum með íslenska ull: Einrúm, Forystufé, Hélène Magnússon, Hespa og Dóruband og fljótlega bætist Gilhagi í hópinn. Storkurinn er líka með bómullarefni fyrir bútasaum, útsaum frá Ehrman og fleiri aðilum, prjóna frá Addi, Knit Pro og Clover. Áhöld og fylgihluti frá Clover í miklu úrvali og mikið af hannyrðabókur og tímaritum. Okkar markmið er góð þjónusta enda er prjónalífið yndislegt!
